Artasan

Við sérhæfum okkur í sölu og markaðssetningu á heilsuvörum, lausasölulyfjum og samheitalyfjum. Við leggjum metnað okkar í að vera einungis með þekktar gæðavörur frá framleiðendum sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Þannig bjóðum við almenningi vandaðar vörur á samkeppnishæfu verði til bættrar heilsu og vellíðunar.

Skoða nánar

Heilsuvörur

Heilsuvörudeild Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á vítamínum og bætiefnum ásamt ýmis konar heilsutengdum vörum. Við leggjum metnað okkar í að bjóða einungis hágæðavörur sem eru framleiddar af sérvöldum framleiðendum víðs vegar um heiminn þar sem einungis er notast við gæðahráefni. Markmið okkar er selja vörur sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.

Vörurnar eru seldar í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða og verslana.

Skoða nánar

Vinsælar heilsuvörur


Lausasölulyf

Lausasölulyf eru lyf sem þarf ekki uppáskrift frá lækni fyrir, þau eru ekki lyfseðilskyld. Við seljum einungis lausasölulyf frá þekktum lyfjaframleiðendum sem uppfylla kröfur Lyfjastofnunar Íslands um gæði, öryggi og framleiðslu. Artasan selur mörg vinsælustu lausasölulyfin á Íslandi, þar á meðal Nicotinell, Panodil verkjalyf, Otrivin nefúða, Voltaren Gel og Strepsils.

Lausasölulyfin fást í öllum apótekum ásamt því að Nicotinell fæst einnig í stórmörkuðum og bensínstöðvum um land allt.

Skoða nánar

Vinsæl lausasölulyf


Lækningavörur

Lækningavörur eru ýmis tæki og vörur sem notaðar eru í læknisfræðilegum tilgangi. Artasan býður upp á fjölbreytt úrval af lækningavörum, allt frá Microlife blóðþrýsting- og hitamælum til vörtupenna sem notaður er til að fjarlægja vörtur af húð. Við leggjum metnað í að selja einungis lækningavörur sem eru CE merktar, skráðar og samþykktar af Lyfjastofnun Íslands.

Lækningavörurnar fást í öllum apótekum.

Skoða nánar

Vinsælar lækningavörur


Tannheilsa

Það er mikilvægt að hugsa vel um tennurnar, tannhirða, mataræði og reglulegt tanneftirlit stuðlar að betri tannheilsu. Góð tannheilsa veitir vellíðan og eykur lífsgæði því er eftirsóknarvert að hafa heilbrigðar tennur. Artasan er með fjölbreytta línu af hágæða tannvörum sem tannlæknar mæla með m.a. Sensodyne tannkrem og tannbursta,  Corega hreinsitöflur og tannlím. Einnig erum við með gott úrval af vörum við munnþurrk, þau eru Hap+ og Bioténe.

Tannvörurnar okkar eru fáanlegar í öllum apótekum og öllum helstu stórmörkuðum.

Skoða nánar

Vinsælar tannheilsuvörur