Hraust og vel nærð börn

/ Hraust og vel nærð börn

Kidz fljótandi bætiefnalínan frá Natures Aid getur tryggt að barnið þitt fái nægilegt magn af vítamínum, steinefnum og Omega-3. Vörurnar eru án algengra óþolsvalda, gerviefna og sykur ásamt því að vera bragðgóðar.

Öllum foreldrum er umhugað um að börnin þeirra fái nóg af vítamínum og steinefnum til að stuðla að  heilbrigðum vexti og þroska. Í nútímasamfélagi getur það reynst sumum erfitt og skýrist það af nokkrum þáttum sem eiga misvel við eftir einstaklingum en þetta getur verið tímaskortur, þekkingarleysi, óþol, ofnæmi og matvendni svo eitthvað sé nefnt.

Gæði matarins

Það er enginn lygi að segja að á heildina litið, hafi næringarinnihald  matvara í verslunum breyst mikið s.l. áratugi. Fjölbreyttnin hefur aukist gríðarlega en það þýðir ekki endilega að fáum svo mikið betri og fjölbreyttari næringu. Mikið af tilbúnum mat í dag er frekar næringarsnauður og inniheldur að auki ýmis auka- og fylliefni sem eru okkr ekki holl. Að sjálfsögðu er líka til hollur og næringarríkur matur en hann hverfur því miður oft í skuggann af tilbúna matnum sem kostar í mörgum tilfellum minna og þarfnast lítillar fyrirhafnar. Margir vilja líka meina að næringargildi hreinnar fæðu hafi dalað síðustu áratugina og þá helst vegna framleiðslu- og ræktunaraðferða og að jarðvegurinn er oft á tíðum næringarsnauðari vegna ofræktunar.

Ofnæmi og óþol

Fjöldi barna er að glíma við ýmiskonar fæðuóþol og ofnæmi. Það getur þýtt að foreldrar eiga stundum erfitt með að finna sambærilegar vörur sem uppfylla einnig ákveðin skilyrði um næringarinnihald. Þá má t.d. nefna kalk sem kemur úr mjólkurvörum en svo getur líka reynst þrautinni þyngri að koma grænmeti og jafnvel ávöxtum í sum börn. Með því að gefa góð bætiefni með matnum getur hjálpað til við að uppfylla næringarþörf barnanna og þá er gott að hafa í huga að gefa bætiefni sem innihalda ekki sykur og aukaefni og að þau séu laus við óþolsvalda eins og kostur er.

VEGAN vítamínlína

KIDZ vítamínlínan frá Natures Aid er ótrúlega vönduð og laus við alla óþolsvalda og gerviefni. Þær eru ætlaðar börnum frá 6 ára aldri og eru allar vörurnar VEGAN fyrir utan Omega-3 olíuna sem er hreinsuð fiskiolía. Hún er stútfull af öflugum DHA og EPA fitusýrum sem eru okkur öllum lífsnauðsynlegar og ef barnið þolir ekki fiskiolíu er nauðsynlegt að finna annan öflugan Omega-3 gjafa sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigði og þroska hjarta, heila og sjónar. Í KIDZ vörulínunni er m.a. að finna  blöndu af kalki og D-vítamíni sem öll börn þurfa að fá fyrir tennur og bein og er þessi vara sú eina sinnar tegundar sem fáanleg er á fljótandi formi, hér á landi . Immune support er frábært á pesta- og flensutímabilinu en það inniheldur m.a. ylli sem er vel þekkt lækningajurt, notuð gegn kvefi, fyrir öndunarfærin og talin hafa góð áhrif á ónæmiskerfið. Að lokum er svo til alhliða fjölvítamín sem er gott til að fullkomna heilbrigt mataræði.

KIDZ vitaminlina

 

Þarmaflóran, óþol og húðvandamál

Fæðuóþol verður sífellt algengara og á það jafnt við um börn sem og fullorðna. Eflaust eru fjölmargar ástæður fyrir því en það tengist yfirleitt því að þarmaflóran er í ójafnvægi. Aukin notkun á hreinlætisvörum sem og  lyfjum skýrir að hluta þetta ójafnvægi en mataræði hefur líka gríðarlega mikil áhrif. Allt sem við setjum ofan í okkur hefur mikil  áhrif á þarmaflóruna og getur óþol gegn ákveðnum matvælum lýst sér sem:

  • HúðkláðiMjókursýrugerlar
  • Útbrot
  • Magaónot
  • Höfuðverkur
  • Mígreni
  • Roði á húð
  • Nefrennsli
  • Astmi
  • Verkir í vöðvum og beinum

Fjölmargar rannsóknir á þarmaflórunni benda til þess ákveðnar bakteríur styðji ónæmiskerfið á meðan aðrar eru letjandi. Við þurfum á öllum þessum bakteríum að halda en í réttum hlutföllum þar sem góðu bakteríurnar eru í meirihluta. Það sem við látum ofan í okkur hefur mest áhrif á hvaða bakteríur við ræktum, þessar sem eru okkur hliðhollar –eða þessar í óvinaliðinu. Fæðuóþol er eins og áður sagði tengt ójafnvægi í þarmaflórunni og því eitthvað sem við getum í flestum tilfellum haft áhrif á með því að breyta mataræðinu, taka út óþolsvaldinn og byggja upp þarmaflóruna með góðum gerlum. KIDZ mjólkursýrugerlarnir eru sérstaklega hannaðir með þarfir barna frá 1 árs aldri í huga og eru þeir að sjálfsögðu lausir við alla óþolsvalda, eru VEGAN  og sérlega auðveldir í notkun.