Vertu betri þú – með Better You !

/ Vertu betri þú – með Better You !

Bregður þér við spegilmynd þína þegar þú gengur fram hja speglinum nú þegar skammdegið er að færast yfir?

Ef svo er prófaðu þessi fimm ráð til að fríska upp á útlitið og líðanina.

 

Ertu náföl(ur)?

Skortur á B-12 vítamíni getur leitt til þess að við fölnum og litarhaftið tapar frískleika sínum.

Þegar líkamann skortir B12 eru rauðu blóðkornin mjög viðkæm og rofna auðveldlega. Við það losa þau litarefnið bilirubin sem gefur húðinni gulleitan, fölan blæ.

B12 vítamín er að finna í dýraafurðum eins og kjöti, fisk, mjólk og eggjum. Það getur verið erfitt að fá nægilegt magn B12 vítamíns úr fæðunni – sérstaklega fyrir þá sem eru á grænmetis eða vegan fæði. Auk þess reynist mörgum mjög erfitt að taka B12 upp í gegnum meltingarveginn. Margir þurfa því að bæta sér upp skort með því að taka það inn á bætiefnaformi.

Gefðu líkamanum smá B12 “búst” og frískaðu upp á litarhaftið. Prófaðu B12 Boost munnúðann frá Better You sem hentar bæði fyrir grænmetisætur og vegan. Hér má lesa nánar um B12 og hversu alvarlegur skortur er.

 

Ertu úldin(n) að innan?

Vindgangur og uppþemba getur verið vísbending um að meltingin sé ekki eðlileg. Ef meltingin er ekki í lagi þýðir það að þú ert ekki að taka upp öll næringarefnin í fæðunni.

Næringarfræðingar mæla með túrmerik til að minnka uppþembu og vindgang.

Þetta sterklitaða appelsínugula krydd hefur óteljandi heilsufarslega ávinninga. Það er vel þekkt fyrir bólgueyðandi eiginleika sína en það getur líka stutt við eðlilega meltingu. Rannsóknir hafa sýnt að túrmerik minnkar einkenni uppþembu og vindgangs hjá fólki sem þjáðst af meltingartruflunum. Í Þýskalandi er túrmerki ávísað sérstaklega til þeirra sem eiga við meltingarvandamál að stríða.

Til að ná sem mestum áhrifum af þessu ofurkryddi veldu þá Túrmerik munnúðann frá Better You sem hefur verið sérstaklega þróaður til að tryggja upptöku samstundis í gegnum slímhúð í munni.

 

Er sætuþörfin að fara með þig?

Ef þú finnur fyrir miklum pirringi og þörf til að vera sífellt að úða í þig sætindum þá gæti þig vantað magnesíum í kroppinn.

Mikil sykurþörf getur gefið til kynna skort á steinefnum og er súkkulaðiþörf sérstaklega tengd við skort á magnesíum.

Talið er að magnesíumskortur þjaki allt að 70% manna og kvenna. Einkenni hans geta verið mígreni, pirringur, kvíði, slen, svefnleysi, vöðvakrampar og einbeitingarskortur.

Inntaka á megnesíum fæðubótarefnum getur haft laxerandi áhrif. Því ekki að reyna staðbundna leið í staðinn, sem fer ekki í gegnum meltingarveginn heldur beint inn í frumurnar í gegnum húð. Bættu Magnesíum flögum frá Better You í baðið eða notaðu Magnesíum olíuúða frá Better You eftir sturtuna til að ná niður sætuþörfinni og viðhalda góða skapinu. Svo getur þú hreinlega slakað betur á og sofið betur því þetta mikilvæga  steinefni er svo vöðvaslakandi.

 

 

Brakar og brestur í þér?D vítamín 3000 i.u.

Er þetta brak í hurð eða varstu að standa upp? Verkir í beinum og liðum geta verið merki um D vítamínskort.

D vítamín, stundum kallað sólarvítamínið, hjálpar til við upptöku kalks sem er nauðsynlegt til að viðhalda sterkum og heilbrigðum tönnum og beinum. Þegar gengur á D vítamínbirgðir líkamans geta bein veikst sem eykur líkur á streitutengdum brotunum, beinþynningu, beinkröm og gigt.

D vítamínskortur er mjög algengur og má rekja til aukinnar inniveru okkar mannfólksins sem og neyslu okkar á unnum matvörum. Það er því nauðsynlegt að taka inn D vítamín, sérstaklega hér á norðlægum slóðum þar sem sól er af skornum skammti.

Til að fá þinn skammt af sólarvítamíninu prófaðu þá DLux vítamínúðann frá Better You sem hentar allri fjölskyldunni.

 

Ertu eins og svefngengill?

Langir vinnudagar og mikil streita tekur sinn toll af orku okkar og getur gert það að verkum að við verðum algerlega uppgefin.

Viðhaltu orkunni með því að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda í einum skammti! Prófaðu fjölvítamín eins og MultiVit munnúðann frá Better You. MultiVit inniheldur 14 nauðsynleg vítamín, þar á meðal, A, C, D, K1 og B. Vítamínin frásogast hratt inn í blóðrásina í gegnum slímúð í munni.